Golf

Koepka sigraði Opna bandaríska annað árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koepka og kylfusveinn hans fagna í kvöld
Koepka og kylfusveinn hans fagna í kvöld Vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði á Opna bandaríska risamótinu í golfi annað árið í röð í kvöld. Koepka kláraði hringina fjóra á höggi yfir pari.

Aðstæður voru slæmar um helgina og settu heldur betur strik í reikninginn. Skor kylfinganna í mótinu var mjög hátt og var Tommy Fleetwood, sem endaði í öðru sæti, á tveimur höggum yfir pari þrátt fyrir að hafa farið sjö undir á lokahringnum.

Koepka var einn af fáum kylfingum sem fóru síðasta hringinn undir parinu en enginn átti eins góðan hring og Englendingurinn Fleetwood.

Koepka er aðeins sá sjöundi í sögunni sem vinnur Opna bandaríska tvö ár í röð.

Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Tony Finau enduðu mótið í 3., 4. og 5. sæti á þrem, fjórum og fimm höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×