Hannes varði víti frá Lionel Messi og átti auk þess margar mikilvægar markvörslur og var valinn maður leiksins.
„Ótrúlegur leikur hjá markmanni Íslands Hannesi Halldórssyni. Ver vítaspyrnu gegn Messi og á fullt af öðrum frábærum vörslum í 1-1 jafnteflinu við Argentínu,“ skrifaði Solo á Twitter.
Hannes þakkaði Solo fyrir fögru orðin og merkti þakkarskilaboð sín með myllumerkinu markmannasamtökin (#GKunion).
Thank you! #GKunion
— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) June 16, 2018