Einstakt afrek Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland!
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun