Komið fagnandi, fiskibollur Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh!
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun