Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Myrkragardínur koma sannarlega til bjargar, ef þær eru rétt uppsettar. „Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15
Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent