Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn: „Missi því miður af leiknum gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2018 20:30 Ólafía er að spila aftur á morgun. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classis mótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi. Ólafía bjargaði sér undir lok hringsins í dag en hún var afar ánægð með það og segist geta vel við unað. „Í gær var ég að spila ótrúlegt vel en í dag kom ég með plan B. Ég náði að berjast í gegnum þetta og vera þolinmóð,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðla eftir hringinn í dag. „Svo fékk ég geggjaðan örn á sextándu sem var næstum því albatross svo ég fékk smá til baka sem var mjög gott.”Sjá einnig:Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mótum en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn síðan í mars. Hún var því afar ánægð í dag. „Þetta er búið að vera smá erfitt. Ég er búinn að vera missa af niðurskurðunum útaf einu höggi þannig að ég er búin að vera spila vel. Ég þurfti bara að vera jafn sterk og þolinmóð,” en næst beindist spjallið að strákunum okkar á HM í Rússlandi: „Það verður spennandi að sjá þá gegn Argentínu. Ég missi því miður af leiknum en ég hlakka mjög mikið til að HM sé að byrja,” sagði Ólafía brosandi. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classis mótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi. Ólafía bjargaði sér undir lok hringsins í dag en hún var afar ánægð með það og segist geta vel við unað. „Í gær var ég að spila ótrúlegt vel en í dag kom ég með plan B. Ég náði að berjast í gegnum þetta og vera þolinmóð,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðla eftir hringinn í dag. „Svo fékk ég geggjaðan örn á sextándu sem var næstum því albatross svo ég fékk smá til baka sem var mjög gott.”Sjá einnig:Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mótum en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn síðan í mars. Hún var því afar ánægð í dag. „Þetta er búið að vera smá erfitt. Ég er búinn að vera missa af niðurskurðunum útaf einu höggi þannig að ég er búin að vera spila vel. Ég þurfti bara að vera jafn sterk og þolinmóð,” en næst beindist spjallið að strákunum okkar á HM í Rússlandi: „Það verður spennandi að sjá þá gegn Argentínu. Ég missi því miður af leiknum en ég hlakka mjög mikið til að HM sé að byrja,” sagði Ólafía brosandi.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira