Ný byggðaáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Alþingi samþykkti þann 11. júní síðastliðinn þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára. Í mínum huga er hér um tímamótaskjal að ræða sem vert er að fagna. Áætlunin er afurð af víðtæku samráði um allt land. Ég ýtti verkefninu formlega úr vör sem byggðamálaráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í mars 2016. Drög að áætlun voru kynnt í ríkisstjórn í janúar 2017 en nauðsynlegt reyndist að þróa hana áfram og var það gert í nánu samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sú góða vinna hefur nú leitt til þeirrar farsælu niðurstöðu sem byggðaáætlun 2018 til 2024 er. Byggðaáætlun er í fyrsta skipti lögð fram með skýrum og mælanlegum markmiðum. Markmið stjórnvalda í byggðamálum eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Meðal mælikvarða sem stuðst verður við eru hlutfall heimila og fyrirtækja í dreifbýli með aðgang að ljósleiðaratengingu og hlutfall íbúa sem eru í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá heilsugæslustöð, grunnskóla og dagvöruverslun. Við sem vinnum að framkvæmd og eftirfylgni áætlunarinnar sem og aðrir hafa því skýra mælistiku fyrir því hvernig okkur miðar áfram í að þróa byggð og búsetu hér á landi á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Aðgerðir áætlunarinnar eru 54 og bera einstök ráðuneyti og stofnanir ábyrgð á framkvæmd þeirra. Meðal aðgerða sem unnið verður að á tímabilinu er gerð þjónustukorts sem sýni með myndrænum hætti aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Við lok verkefnis liggi fyrir gagnagrunnur sem hægt verði að nýta til frekari stefnumörkunar og mótunar aðgerðaáætlunar í byggðamálum. Þá verður með fjarheilbrigðisþjónustu leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mótun nýrrar byggðaáætlunar.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Skipulag Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti þann 11. júní síðastliðinn þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára. Í mínum huga er hér um tímamótaskjal að ræða sem vert er að fagna. Áætlunin er afurð af víðtæku samráði um allt land. Ég ýtti verkefninu formlega úr vör sem byggðamálaráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í mars 2016. Drög að áætlun voru kynnt í ríkisstjórn í janúar 2017 en nauðsynlegt reyndist að þróa hana áfram og var það gert í nánu samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sú góða vinna hefur nú leitt til þeirrar farsælu niðurstöðu sem byggðaáætlun 2018 til 2024 er. Byggðaáætlun er í fyrsta skipti lögð fram með skýrum og mælanlegum markmiðum. Markmið stjórnvalda í byggðamálum eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Meðal mælikvarða sem stuðst verður við eru hlutfall heimila og fyrirtækja í dreifbýli með aðgang að ljósleiðaratengingu og hlutfall íbúa sem eru í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá heilsugæslustöð, grunnskóla og dagvöruverslun. Við sem vinnum að framkvæmd og eftirfylgni áætlunarinnar sem og aðrir hafa því skýra mælistiku fyrir því hvernig okkur miðar áfram í að þróa byggð og búsetu hér á landi á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Aðgerðir áætlunarinnar eru 54 og bera einstök ráðuneyti og stofnanir ábyrgð á framkvæmd þeirra. Meðal aðgerða sem unnið verður að á tímabilinu er gerð þjónustukorts sem sýni með myndrænum hætti aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Við lok verkefnis liggi fyrir gagnagrunnur sem hægt verði að nýta til frekari stefnumörkunar og mótunar aðgerðaáætlunar í byggðamálum. Þá verður með fjarheilbrigðisþjónustu leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mótun nýrrar byggðaáætlunar.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun