Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum Sighvatur skrifar 14. júní 2018 06:00 Hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran segir að efnahagslífinu stafi hætta af lágum launum. Hærri laun leiði til aukins kaupmáttar og eftirspurnar. Hún segir sérstaklega mikilvægt að hækka lægstu laun. Vísir/Sigtryggur „Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15
Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00