Lögreglumaðurinn, sem var ekki á vakt, steig trylltan dans einn síns liðs á miðju gólfinu við góðar undirtektir annarra á dansgólfinu. Þegar hann ætlaði að bæta um betur með heljarstökki vildi ekki betur til en svo að skammbyssa losnaði úr buxnastreng hans og féll á dansgólfið.
Fyrstu viðbrögð hans voru að grípa byssuna en þá var hann svo óheppinn að grípa einmitt í gikkinn með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni og hæfði einn bargestinn í fótlegginn. Sá var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlan var fjarlægð en reyndist hafa sloppið nokkuð vel.
Hann gaf sig fram við lögreglu í gær og mun fara fyrir dómara í dag.
This @FBI agent was dancing at a Denver bar on Saturday night. Did a back flip, gun falls. He picks it up and a round is fired, hitting a man (he'll be ok.) @DenverPolice investigating. #9News pic.twitter.com/MwV1WpNzAQ
— Ryan Haarer (@RyanHaarer) June 3, 2018