Ísland verði leiðandi í jafnrétti Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun