Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis leyfðu hálfnakta fólkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:41 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir gjörninginn í beinu samhengi við #MeToo-hreyfinguna og ítrekar að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóðlífið. visir/anton brink Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37
Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45