Lagt til að Eggert Einer og systir hans fái íslenskan ríkisborgararétt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:30 Systkinin Eggert Einer Nielsen og Else Harriett Rosener Edwards fæddust hér á landi og lítur nú út fyrir að þau fái íslenskan ríkisborgararétt. Mynd/Úr einkasafni „Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt. Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt.
Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00
Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20
Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30