Trump rífur skjöl sem lögð eru fyrir hann Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 08:55 Að sögn kunnugra rífur Trump allt sem ratar á skrifborð hans þegar hann er búinn að nota það. Aðstoðarmenn hafa reynt að venja hann af þeim sið, án árangurs. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins hafa þurft að tína upp skjöl sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rífur og láta líma þau saman aftur til að koma í veg fyrir að forsetinn brjóti lög um varðveislu gagna. Trump er sagður hafa haft þann vana lengi að rífa öll skjöl sem hann fær um leið og hann hefur lokið við að skoða þau.Að sögn bandaríska blaðsins Politico rífur Trump skjölin og hendur þeim í ruslið eða á gólfið. Lögum samkvæmt ber forsetanum hins vegar að varðveita öll minnisblöð, tölvupósta og skjöl sem hann snertir. Þau eru send til Skjalasafns Bandaríkjanna sem geymir þau. Aðstoðarmönnum forsetans hefur ekki tekist að venja Trump af því að rífa skjölin. Þeir hafa þess í stað tínt upp rifin skjölin og sent þau gagnaumsýslu Hvíta hússins. „Við erum með límband, gegnsæju tegundina,“ segir Solomon Lartey sem starfaði áður sem skjalavörslusérfræðingur hjá Hvíta húsinu. Eftir þrjátíu ára störf við ríkisstjórnina var honum falið að púsla saman skjölunum sem forsetinn hafði rifið og líma þau aftur saman. Fyrstu mánuði forsetatíðar Trump segir Lartey að öll deildin hans hafi unnið við það að líma saman skjöl frá forsetanum. Lartey var rekinn fyrirvaralaust og án skýringa í vor. Hann og annar starfsmaður deildarinnar sem vann við að líma gögnin saman og var einnig rekinn segja Politico að síðast í vor hafi þeir vitað til þess að opinberir starfsmenn ynnu við það að tjasla saman rifnum blaðsíðum frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins hafa þurft að tína upp skjöl sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rífur og láta líma þau saman aftur til að koma í veg fyrir að forsetinn brjóti lög um varðveislu gagna. Trump er sagður hafa haft þann vana lengi að rífa öll skjöl sem hann fær um leið og hann hefur lokið við að skoða þau.Að sögn bandaríska blaðsins Politico rífur Trump skjölin og hendur þeim í ruslið eða á gólfið. Lögum samkvæmt ber forsetanum hins vegar að varðveita öll minnisblöð, tölvupósta og skjöl sem hann snertir. Þau eru send til Skjalasafns Bandaríkjanna sem geymir þau. Aðstoðarmönnum forsetans hefur ekki tekist að venja Trump af því að rífa skjölin. Þeir hafa þess í stað tínt upp rifin skjölin og sent þau gagnaumsýslu Hvíta hússins. „Við erum með límband, gegnsæju tegundina,“ segir Solomon Lartey sem starfaði áður sem skjalavörslusérfræðingur hjá Hvíta húsinu. Eftir þrjátíu ára störf við ríkisstjórnina var honum falið að púsla saman skjölunum sem forsetinn hafði rifið og líma þau aftur saman. Fyrstu mánuði forsetatíðar Trump segir Lartey að öll deildin hans hafi unnið við það að líma saman skjöl frá forsetanum. Lartey var rekinn fyrirvaralaust og án skýringa í vor. Hann og annar starfsmaður deildarinnar sem vann við að líma gögnin saman og var einnig rekinn segja Politico að síðast í vor hafi þeir vitað til þess að opinberir starfsmenn ynnu við það að tjasla saman rifnum blaðsíðum frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira