Golf

Dustin orðinn efstur á heimslistanum eftir sigur í Memphis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Johnson fagnar.
Johnson fagnar. vísir/getty
Dustin Johnson stóð uppi sem sigurvegari á St. Jude mótinu en móti er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Memphis um helgina.

Johnson og Andrew Putman leiddu fyrir lokahringinn en frábær lokahringur hjá Johnson skildi á milli. Þar stakk hann Putman af.

Johnson spilaði lokahringinn á 66 höggum á meðan Putnam spilaði á 72 höggum. Johnson spilaði á fjórum höggum undir pari á meðan Putnam spilaði á tveimur yfir og þar liggur munurinn.

Með sigrinum er Johnson orðinn efstur á heimslistanum í golfi en hann tekur toppsætið af Justin Thomas. Justin var ekki meðal keppenda um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×