Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Rússlandi skrifar 10. júní 2018 10:00 Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. visir/vilhelm Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira