Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 15:44 Kristján Loftsson. Fréttablaðið/anton brink Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“ Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“
Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22
Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15