Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:46 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum. Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12