Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 07:35 Hluti af forsíðu dagblaðsins The Capital Gazette í dag, 29. júní 2018. Mynd/The Capital Gazette Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46