Mannvonskan og vanhæfnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júní 2018 07:00 Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar