Allt undir Hörður Ægisson skrifar 29. júní 2018 10:00 Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun