Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 23:37 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira