Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júní 2018 18:45 „Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“ Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“
Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00