Ofurafl fjárfesta, verðlaunaiðnaðar og „dómnefnda“ á „arkitektúr“ Örnólfur Hall skrifar 28. júní 2018 07:00 I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar