Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Gissur Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. júní 2018 12:44 Frá Fáskrúðsfirði þar sem mennirnir voru handteknir í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði. Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði.
Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15