Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 21:35 Á þriðja þúsund barna hafa verið tekin af foreldrum sínum eftir að ríkisstjórn Trump ákvað að ákæra alla þá sem koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira