Golf

Fínn árangur hjá Valdísi Þóru í Taílandi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones
Golf At­vinnukylf­ing­ur­inn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies Europe­an Thai­land Champ­i­ons­hip mót­inu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evr­ópu­mótaröð kvenna.

Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins.

Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins.

Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann.

Áhuga­kylf­ing­ur­inn Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sín­um besta ­árangri­ er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mót­inu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×