Upp með hausinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar