Körfubolti

Doncic endaði í Dallas - Ayton valinn fyrstur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doncic var valinn af Atlanta Hawks en mun spila fyrir Dallas Mavericks
Doncic var valinn af Atlanta Hawks en mun spila fyrir Dallas Mavericks vísir/getty
Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í New York í nótt. Var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi þar sem Tryggvi Snær Hlinason var á meðal þátttakenda. Hann var ekki valinn en þrátt fyrir það lifir NBA draumurinn enn góðu lífi hjá Tryggva.

Phoenix Suns átti fyrsta valrétt í ár og var það Bahama-maðurinn Deandre Ayton sem varð fyrir valinu. Hann er 216 sentimetra miðherji sem lék fyrir Arizona háskólann og er talinn eiga afar bjarta framtíð í NBA.

Marvin Bagley III var valinn annar af Sacramento Kings en hann kemur úr Duke háskólanum. Þriðja valrétt átti Atlanta Hawks og þeir völdu slóvenska undrabarnið Luka Doncic sem kemur úr Evrópuboltanum en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid undanfarin ár.

Doncic mun þó ekki leika fyrir Hawks því þeir skiptu Doncic til Dallas Mavericks; fyrir Trae Young sem Dallas valdi númer fimm. Hawks fær einnig fyrstu umferðar valrétt á næsta ári í skiptum og mun Doncic því leika fyrir Mavericks.

Nokkrir aðrir Evrópumenn koma inn í NBA deildina í gegnum nýliðavalið. Einn af þeim er Grikkinn Kostas Antetokounmpo, yngsti bróðir Giannis Antetokounmpo sem er ein skærasta stjarna deildarinnar um þessar mundir og leikur fyrir Milwaukee Bucks.

Kostas var valinn síðastur, af Philadelphia 76ers, en var svo skipt yfir til Dallas og verður hann því liðsfélagi Doncic.

Smelltu hér til að sjá valið í heild sinni.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×