Tollahækkun ESB tekur gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:29 Jean-Claude Juncker og Donald Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/getty Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06