Dragnea dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2018 23:30 Liviu Dragnea er sagður vera valdamesti maður Rúmeníu. Vísir/epa Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar. Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar.
Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27