Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna flaug óvænt til McAllen í Texas í dag til þess að bera augum ástandið sem skapast hefur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið.
Melania þakkaði læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki fyrir alla þá erfiðis vinnu, samkennd og vinsemd sem þau hafa sinnt undanfarna daga.
Melania Trump er fyrsti meðlimur Trump fjölskyldunnar til þess að vera vitni að þessum framgangi Bandarískra stjórnvalda. Stephanie Grisham, talskona Melaniu, segir að hún vilji sjá hvað sé raunverulega að gerast.
Melania Trump vildi sjá ástandið með eigin augum

Tengdar fréttir

Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“
„Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“

Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó
Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time
Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins.