Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 13:04 Forsíðan þykir áhrifarík. Vísir/Times Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33