Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra segir uppsagnir ljósmæðra hrúgast inn um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07