Sófakarteflan á HM Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 07:00 Ég elska HM. Hlusta á svona 12-15 podköst á dag, horfi á nánast allar fréttir sem íslenskir fjölmiðlamenn senda frá sér og les nánast allt sem sagt er frá mótinu. Allir íslenskir fjölmiðlar hafa staðið sig vel við að flytja fréttir af öllu og engu af landsliðsmönnunum. Stundum hafa þeir meira að segja farið fram úr sér. „JóiPé og Króli hljóma fyrir utan völlinn,“ var til dæmis frétt sem ekki undir nokkrum kringumstæðum hefði verið skrifuð. En á stórmóti er allt frétt. Og ég las þessa frétt og hafði gaman af. Sumir eru ekki alveg jafn hrifnir af Eurovision-stemningunni sem virðist einkenna fréttaflutninginn frá Kabardinka. Hafa séð þessar lýsingar áður og kannast við tóninn í henni. Að íslenski hópurinn hafi slegið í gegn á blaðamannafundinum og að búist sé við góðri sýningu þegar hópurinn stígur loks á stóra sviðið í Moskvu, Volgograd og Rostov. En ég er bæði Eurovision-nörd og fótboltanörd og ég elska þetta. Þegar erlendir miðlar eru að eyða plássi í dagblöðum, mínútum í sjónvarpi og útvarpi til að tala um Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson og Birki Má Sævarsson og alla þessa drengi þá tárast ég. Virtustu sparkspekingar heims eru enn að tala um vítið sem Hannes varði og ég heyrði Gumma Ben lýsa því í bestu podköstum heims. Þegar svo leikjunum er lokið tekur við HM stofan og Sumarmessan. Og þó það sé verið að fara yfir sömu hlutina horfi ég á báða þættina. Fæ einfaldlega ekki nóg. Það kemst ekkert annað að. Afmæli eldri dótturinnar á laugardag er nánast orðið aukaatriði. Ég nefnilega elska HM – nánast meira en mína eigin fjölskyldu. Gleðilega hátíð. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég elska HM. Hlusta á svona 12-15 podköst á dag, horfi á nánast allar fréttir sem íslenskir fjölmiðlamenn senda frá sér og les nánast allt sem sagt er frá mótinu. Allir íslenskir fjölmiðlar hafa staðið sig vel við að flytja fréttir af öllu og engu af landsliðsmönnunum. Stundum hafa þeir meira að segja farið fram úr sér. „JóiPé og Króli hljóma fyrir utan völlinn,“ var til dæmis frétt sem ekki undir nokkrum kringumstæðum hefði verið skrifuð. En á stórmóti er allt frétt. Og ég las þessa frétt og hafði gaman af. Sumir eru ekki alveg jafn hrifnir af Eurovision-stemningunni sem virðist einkenna fréttaflutninginn frá Kabardinka. Hafa séð þessar lýsingar áður og kannast við tóninn í henni. Að íslenski hópurinn hafi slegið í gegn á blaðamannafundinum og að búist sé við góðri sýningu þegar hópurinn stígur loks á stóra sviðið í Moskvu, Volgograd og Rostov. En ég er bæði Eurovision-nörd og fótboltanörd og ég elska þetta. Þegar erlendir miðlar eru að eyða plássi í dagblöðum, mínútum í sjónvarpi og útvarpi til að tala um Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson og Birki Má Sævarsson og alla þessa drengi þá tárast ég. Virtustu sparkspekingar heims eru enn að tala um vítið sem Hannes varði og ég heyrði Gumma Ben lýsa því í bestu podköstum heims. Þegar svo leikjunum er lokið tekur við HM stofan og Sumarmessan. Og þó það sé verið að fara yfir sömu hlutina horfi ég á báða þættina. Fæ einfaldlega ekki nóg. Það kemst ekkert annað að. Afmæli eldri dótturinnar á laugardag er nánast orðið aukaatriði. Ég nefnilega elska HM – nánast meira en mína eigin fjölskyldu. Gleðilega hátíð. Áfram Ísland.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar