Frelsi fyrir þig Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun