Tímaskekkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. júní 2018 08:30 Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar