Fótbolti

Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mandzukic spilar í fremstu víglínu hjá Króötum
Mandzukic spilar í fremstu víglínu hjá Króötum víris/getty
England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri.

Væntingar stuðningsmanna Englands eru orðnar gríðarlegar eftir gott gengi liðsins, en það er ekkert öðruvísi í Króatíu þar sem þetta króatíska lið reynir að gera eins, eða betur, og gullkynslóðin árið 1998 sem náði bronsverðlaunum í Frakklandi.

„Við erum kannski með aðeins fleiri reynda leikmenn en við erum líka með frábæra unga leikmenn. Það er það sem gerir okkur góða,“ sagði Mandzukic.

„Ég myndi segja að sigurlíkur liðanna væru 50/50 því þeir sem komast í undanúrslit eiga skilið að vera þar.“

Enska liðið er með færri stórstjörnur innan borðs heldur en ensk lið fyrri ára en leikmenn þeirra eru þó flestir í stórum liðum í heimalandinu.

„Það er enginn ótti í liðinu hjá okkur. Við virðum andstæðinginn og trúum á okkur sjálfa,“ sagði Mario Mandzukic.

Leikur Króatíu og Englands fer fram klukkan 18:00 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×