Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Maður grípur um fréttakonu í beinni útsendingu frá Rússlandi á dögunum DW/Skjáskot Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli. HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli.
HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira