Aumingjaskapur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun