Vettel sigraði í Silverstone Einar Sigurvinsson skrifar 8. júlí 2018 15:15 Vettel fagnar sigrinum í dag. getty Sebastian Vettel á Ferrari vann sigur á breska Silverstone-kappakstrinum í Formúlu 1 í dag, en þetta var í fyrsta skipti sigur Vettel í Silverstone á ferlinum. Með sigrinum fer Vettel í átta stiga forskot á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en Hamilton endaði í 2. sæti í dag. Hamilton sem ekur fyrir Mercedes, var á ráspól í dag eftir að hafa sett brautamet í tímatökunni í gær, byrjaði aksturinn með versta móti þegar hann endaði aftastur í röðinni eftir árekstur við Ferrari ökuþórinn Kimi Raikkonen. Í kjölfarið ók Hamilton mjög vel og endaði í 2. sæti, rétt rúmlega tveimur sekúndum frá Vettel. Raikkonen sem fékk tíu sekúndna refsingu fyrir áreksturinn endaði í 3. sæti, en hann er einnig í þriðja sæti í keppni ökuþóra. Valtteri Bottas varð í 4. sæti. Eftir kappaksturinn í dag er Ferrari með 20 stiga forystu í keppni bílasmiða. Mercedes er í 2. sæti og Red Bull í 3. sætinu. Formúla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari vann sigur á breska Silverstone-kappakstrinum í Formúlu 1 í dag, en þetta var í fyrsta skipti sigur Vettel í Silverstone á ferlinum. Með sigrinum fer Vettel í átta stiga forskot á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en Hamilton endaði í 2. sæti í dag. Hamilton sem ekur fyrir Mercedes, var á ráspól í dag eftir að hafa sett brautamet í tímatökunni í gær, byrjaði aksturinn með versta móti þegar hann endaði aftastur í röðinni eftir árekstur við Ferrari ökuþórinn Kimi Raikkonen. Í kjölfarið ók Hamilton mjög vel og endaði í 2. sæti, rétt rúmlega tveimur sekúndum frá Vettel. Raikkonen sem fékk tíu sekúndna refsingu fyrir áreksturinn endaði í 3. sæti, en hann er einnig í þriðja sæti í keppni ökuþóra. Valtteri Bottas varð í 4. sæti. Eftir kappaksturinn í dag er Ferrari með 20 stiga forystu í keppni bílasmiða. Mercedes er í 2. sæti og Red Bull í 3. sætinu.
Formúla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira