Daniel Cormier með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2018 05:58 Daniel Cormier með beltin sín. Vísir/Getty Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30