Fyrsta sjálfshjálparbók hrakinnar þjóðar Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Veðrið hefur leikið íbúa Suðvesturlands grátt þetta sumarið. Meðalhiti í júní var á höfuðborgarsvæðinu nærri tveimur gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Júnímánuður hefur ekki verið jafnkaldur síðan 1997. Sólskin hefur ekki verið minna síðan 1914. Ekkert lát virðist á harðindunum en roki og rigningu er spáð út júlí. „Það má eiginlega segja að íslenska sumarið sé komið í langt sumarfrí,“ sagði veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson í samtali við DV.is. En fátt er svo með öllu illt að ekki hafi það einhvern tímann verið verra. Nú þegar Íslendingar standa bugaðir gagnvart náttúruöflunum, sólaráburðurinn nálgast síðasta söludag og nýju sandalarnir eru búnir að bíða svo lengi í skókassanum að þeir eru við það að detta úr tísku, má leita styrkingar í einu fyrsta sjálfshjálparriti Íslandssögunnar. Er Ísland byggilegt? Í lok átjándu aldar spurðu Íslendingar sig eftirfarandi spurningar af fullri alvöru: Er Ísland byggilegt? Spurningin var svo sannarlega réttmæt. Alla öldina hafði landið, örlögin og náttúran gert sitt besta til að koma íbúunum fyrir kattarnef. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, ákvað að skoða málið. Árið 1703 var gert manntal á Íslandi. Er manntalið elsta þjóðarmanntal sem varðveist hefur í heiminum. Árið 1703 voru Íslendingar 50.358 að tölu. Þrjú áföll áttu hins vegar eftir að höggva stórt skarð í fólksfjöldann: – Bólusótt: Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt. Ef fjórðungur þjóðarinnar félli frá í dag væru það rúmlega 85.000 einstaklingar. – Kuldi: Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungursneyð vegna óvenjumikils kulda, hafíss og lítils fiskafla. Íslendingum fækkaði um tæplega sex þúsund manns. – Eldgos: Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslandssögunnar: Skaftáreldar. Ekki var nóg með að hraunkvikan legði tugi bæja í eyði heldur olli eitruð gjóskan mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjárdauða. Aftur fengu Íslendingar að svelta. Talið er að tíu þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar hafi látið lífið í móðuharðindunum svokölluðu, sem drógu nafn sitt af móðunni sem lá yfir landinu. Svo slæmt var ástandið undir lok átjándu aldar að til tals kom að flytja alla Íslendinga á brott til Danmerkur. Voru hugmyndir þess efnis skoðaðar af fullri alvöru; þær voru rannsakaðar af embættismönnum, um þær voru skrifaðar álitsgerðir og var kostnaðurinn við mannflutningana kannaður. Áfangastaðirnir sem komu til álita voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn. Hvernig fór um sjóferð þá vitum við öll; ekkert ykkar er að lesa þessi skrif undir berum himni á kaffihúsi á Strikinu yfir smurbrauði og Gammel dansk raulandi „vi er røde, vi er hvide, vi står sammen, side om side“. En þótt ekkert hafi orðið af sjóferðinni til Danmerkur færði átjánda öldin Íslendingum óvænt innlegg í lífsbaráttuna. Þetta reddast Er Ísland byggilegt? Hannes Finnsson biskup birti niðurstöður athugunar sinnar árið 1796 í ritinu Mannfækkun af hallærum. Í bókinni er eymd íslenskrar þjóðar rakin frá landnámi. Ítrekaðar hamfarir túlkar Hannes þó ekki sem ábendingu um að Íslendingum væri betur borgið í Köben með pylsu í annarri hendi, Tuborg í hinni og Kim Larsen í eyrunum. Jú, þjóðin hafði gengið í gegnum mikil áföll vegna harðinda og náttúruhamfara, viðurkenndi Hannes. En henni hafði alltaf tekist að rétta við aftur: „Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum, og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.“ Skilaboð bókar Hannesar, sem hlýtur að teljast með fyrstu sjálfshjálparbókum Íslandssögunnar, útleggjast svo á nútímamáli: Krakkar, þetta reddast. Næst þegar skólpið flæðir um sumarbústaðinn vegna rigninga, klæðast þarf skíðaúlpu á golfvellinum og sumarlaukarnir í garðinum blómstra ekki má að minnsta kosti gleðjast yfir einu: Þú ert ekki uppi á 18. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Veðrið hefur leikið íbúa Suðvesturlands grátt þetta sumarið. Meðalhiti í júní var á höfuðborgarsvæðinu nærri tveimur gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Júnímánuður hefur ekki verið jafnkaldur síðan 1997. Sólskin hefur ekki verið minna síðan 1914. Ekkert lát virðist á harðindunum en roki og rigningu er spáð út júlí. „Það má eiginlega segja að íslenska sumarið sé komið í langt sumarfrí,“ sagði veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson í samtali við DV.is. En fátt er svo með öllu illt að ekki hafi það einhvern tímann verið verra. Nú þegar Íslendingar standa bugaðir gagnvart náttúruöflunum, sólaráburðurinn nálgast síðasta söludag og nýju sandalarnir eru búnir að bíða svo lengi í skókassanum að þeir eru við það að detta úr tísku, má leita styrkingar í einu fyrsta sjálfshjálparriti Íslandssögunnar. Er Ísland byggilegt? Í lok átjándu aldar spurðu Íslendingar sig eftirfarandi spurningar af fullri alvöru: Er Ísland byggilegt? Spurningin var svo sannarlega réttmæt. Alla öldina hafði landið, örlögin og náttúran gert sitt besta til að koma íbúunum fyrir kattarnef. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, ákvað að skoða málið. Árið 1703 var gert manntal á Íslandi. Er manntalið elsta þjóðarmanntal sem varðveist hefur í heiminum. Árið 1703 voru Íslendingar 50.358 að tölu. Þrjú áföll áttu hins vegar eftir að höggva stórt skarð í fólksfjöldann: – Bólusótt: Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt. Ef fjórðungur þjóðarinnar félli frá í dag væru það rúmlega 85.000 einstaklingar. – Kuldi: Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungursneyð vegna óvenjumikils kulda, hafíss og lítils fiskafla. Íslendingum fækkaði um tæplega sex þúsund manns. – Eldgos: Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslandssögunnar: Skaftáreldar. Ekki var nóg með að hraunkvikan legði tugi bæja í eyði heldur olli eitruð gjóskan mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjárdauða. Aftur fengu Íslendingar að svelta. Talið er að tíu þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar hafi látið lífið í móðuharðindunum svokölluðu, sem drógu nafn sitt af móðunni sem lá yfir landinu. Svo slæmt var ástandið undir lok átjándu aldar að til tals kom að flytja alla Íslendinga á brott til Danmerkur. Voru hugmyndir þess efnis skoðaðar af fullri alvöru; þær voru rannsakaðar af embættismönnum, um þær voru skrifaðar álitsgerðir og var kostnaðurinn við mannflutningana kannaður. Áfangastaðirnir sem komu til álita voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn. Hvernig fór um sjóferð þá vitum við öll; ekkert ykkar er að lesa þessi skrif undir berum himni á kaffihúsi á Strikinu yfir smurbrauði og Gammel dansk raulandi „vi er røde, vi er hvide, vi står sammen, side om side“. En þótt ekkert hafi orðið af sjóferðinni til Danmerkur færði átjánda öldin Íslendingum óvænt innlegg í lífsbaráttuna. Þetta reddast Er Ísland byggilegt? Hannes Finnsson biskup birti niðurstöður athugunar sinnar árið 1796 í ritinu Mannfækkun af hallærum. Í bókinni er eymd íslenskrar þjóðar rakin frá landnámi. Ítrekaðar hamfarir túlkar Hannes þó ekki sem ábendingu um að Íslendingum væri betur borgið í Köben með pylsu í annarri hendi, Tuborg í hinni og Kim Larsen í eyrunum. Jú, þjóðin hafði gengið í gegnum mikil áföll vegna harðinda og náttúruhamfara, viðurkenndi Hannes. En henni hafði alltaf tekist að rétta við aftur: „Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum, og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.“ Skilaboð bókar Hannesar, sem hlýtur að teljast með fyrstu sjálfshjálparbókum Íslandssögunnar, útleggjast svo á nútímamáli: Krakkar, þetta reddast. Næst þegar skólpið flæðir um sumarbústaðinn vegna rigninga, klæðast þarf skíðaúlpu á golfvellinum og sumarlaukarnir í garðinum blómstra ekki má að minnsta kosti gleðjast yfir einu: Þú ert ekki uppi á 18. öld.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun