Fyrsta sjálfshjálparbók hrakinnar þjóðar Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Veðrið hefur leikið íbúa Suðvesturlands grátt þetta sumarið. Meðalhiti í júní var á höfuðborgarsvæðinu nærri tveimur gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Júnímánuður hefur ekki verið jafnkaldur síðan 1997. Sólskin hefur ekki verið minna síðan 1914. Ekkert lát virðist á harðindunum en roki og rigningu er spáð út júlí. „Það má eiginlega segja að íslenska sumarið sé komið í langt sumarfrí,“ sagði veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson í samtali við DV.is. En fátt er svo með öllu illt að ekki hafi það einhvern tímann verið verra. Nú þegar Íslendingar standa bugaðir gagnvart náttúruöflunum, sólaráburðurinn nálgast síðasta söludag og nýju sandalarnir eru búnir að bíða svo lengi í skókassanum að þeir eru við það að detta úr tísku, má leita styrkingar í einu fyrsta sjálfshjálparriti Íslandssögunnar. Er Ísland byggilegt? Í lok átjándu aldar spurðu Íslendingar sig eftirfarandi spurningar af fullri alvöru: Er Ísland byggilegt? Spurningin var svo sannarlega réttmæt. Alla öldina hafði landið, örlögin og náttúran gert sitt besta til að koma íbúunum fyrir kattarnef. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, ákvað að skoða málið. Árið 1703 var gert manntal á Íslandi. Er manntalið elsta þjóðarmanntal sem varðveist hefur í heiminum. Árið 1703 voru Íslendingar 50.358 að tölu. Þrjú áföll áttu hins vegar eftir að höggva stórt skarð í fólksfjöldann: – Bólusótt: Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt. Ef fjórðungur þjóðarinnar félli frá í dag væru það rúmlega 85.000 einstaklingar. – Kuldi: Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungursneyð vegna óvenjumikils kulda, hafíss og lítils fiskafla. Íslendingum fækkaði um tæplega sex þúsund manns. – Eldgos: Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslandssögunnar: Skaftáreldar. Ekki var nóg með að hraunkvikan legði tugi bæja í eyði heldur olli eitruð gjóskan mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjárdauða. Aftur fengu Íslendingar að svelta. Talið er að tíu þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar hafi látið lífið í móðuharðindunum svokölluðu, sem drógu nafn sitt af móðunni sem lá yfir landinu. Svo slæmt var ástandið undir lok átjándu aldar að til tals kom að flytja alla Íslendinga á brott til Danmerkur. Voru hugmyndir þess efnis skoðaðar af fullri alvöru; þær voru rannsakaðar af embættismönnum, um þær voru skrifaðar álitsgerðir og var kostnaðurinn við mannflutningana kannaður. Áfangastaðirnir sem komu til álita voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn. Hvernig fór um sjóferð þá vitum við öll; ekkert ykkar er að lesa þessi skrif undir berum himni á kaffihúsi á Strikinu yfir smurbrauði og Gammel dansk raulandi „vi er røde, vi er hvide, vi står sammen, side om side“. En þótt ekkert hafi orðið af sjóferðinni til Danmerkur færði átjánda öldin Íslendingum óvænt innlegg í lífsbaráttuna. Þetta reddast Er Ísland byggilegt? Hannes Finnsson biskup birti niðurstöður athugunar sinnar árið 1796 í ritinu Mannfækkun af hallærum. Í bókinni er eymd íslenskrar þjóðar rakin frá landnámi. Ítrekaðar hamfarir túlkar Hannes þó ekki sem ábendingu um að Íslendingum væri betur borgið í Köben með pylsu í annarri hendi, Tuborg í hinni og Kim Larsen í eyrunum. Jú, þjóðin hafði gengið í gegnum mikil áföll vegna harðinda og náttúruhamfara, viðurkenndi Hannes. En henni hafði alltaf tekist að rétta við aftur: „Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum, og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.“ Skilaboð bókar Hannesar, sem hlýtur að teljast með fyrstu sjálfshjálparbókum Íslandssögunnar, útleggjast svo á nútímamáli: Krakkar, þetta reddast. Næst þegar skólpið flæðir um sumarbústaðinn vegna rigninga, klæðast þarf skíðaúlpu á golfvellinum og sumarlaukarnir í garðinum blómstra ekki má að minnsta kosti gleðjast yfir einu: Þú ert ekki uppi á 18. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Veðrið hefur leikið íbúa Suðvesturlands grátt þetta sumarið. Meðalhiti í júní var á höfuðborgarsvæðinu nærri tveimur gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Júnímánuður hefur ekki verið jafnkaldur síðan 1997. Sólskin hefur ekki verið minna síðan 1914. Ekkert lát virðist á harðindunum en roki og rigningu er spáð út júlí. „Það má eiginlega segja að íslenska sumarið sé komið í langt sumarfrí,“ sagði veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson í samtali við DV.is. En fátt er svo með öllu illt að ekki hafi það einhvern tímann verið verra. Nú þegar Íslendingar standa bugaðir gagnvart náttúruöflunum, sólaráburðurinn nálgast síðasta söludag og nýju sandalarnir eru búnir að bíða svo lengi í skókassanum að þeir eru við það að detta úr tísku, má leita styrkingar í einu fyrsta sjálfshjálparriti Íslandssögunnar. Er Ísland byggilegt? Í lok átjándu aldar spurðu Íslendingar sig eftirfarandi spurningar af fullri alvöru: Er Ísland byggilegt? Spurningin var svo sannarlega réttmæt. Alla öldina hafði landið, örlögin og náttúran gert sitt besta til að koma íbúunum fyrir kattarnef. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, ákvað að skoða málið. Árið 1703 var gert manntal á Íslandi. Er manntalið elsta þjóðarmanntal sem varðveist hefur í heiminum. Árið 1703 voru Íslendingar 50.358 að tölu. Þrjú áföll áttu hins vegar eftir að höggva stórt skarð í fólksfjöldann: – Bólusótt: Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt. Ef fjórðungur þjóðarinnar félli frá í dag væru það rúmlega 85.000 einstaklingar. – Kuldi: Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungursneyð vegna óvenjumikils kulda, hafíss og lítils fiskafla. Íslendingum fækkaði um tæplega sex þúsund manns. – Eldgos: Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslandssögunnar: Skaftáreldar. Ekki var nóg með að hraunkvikan legði tugi bæja í eyði heldur olli eitruð gjóskan mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjárdauða. Aftur fengu Íslendingar að svelta. Talið er að tíu þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar hafi látið lífið í móðuharðindunum svokölluðu, sem drógu nafn sitt af móðunni sem lá yfir landinu. Svo slæmt var ástandið undir lok átjándu aldar að til tals kom að flytja alla Íslendinga á brott til Danmerkur. Voru hugmyndir þess efnis skoðaðar af fullri alvöru; þær voru rannsakaðar af embættismönnum, um þær voru skrifaðar álitsgerðir og var kostnaðurinn við mannflutningana kannaður. Áfangastaðirnir sem komu til álita voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn. Hvernig fór um sjóferð þá vitum við öll; ekkert ykkar er að lesa þessi skrif undir berum himni á kaffihúsi á Strikinu yfir smurbrauði og Gammel dansk raulandi „vi er røde, vi er hvide, vi står sammen, side om side“. En þótt ekkert hafi orðið af sjóferðinni til Danmerkur færði átjánda öldin Íslendingum óvænt innlegg í lífsbaráttuna. Þetta reddast Er Ísland byggilegt? Hannes Finnsson biskup birti niðurstöður athugunar sinnar árið 1796 í ritinu Mannfækkun af hallærum. Í bókinni er eymd íslenskrar þjóðar rakin frá landnámi. Ítrekaðar hamfarir túlkar Hannes þó ekki sem ábendingu um að Íslendingum væri betur borgið í Köben með pylsu í annarri hendi, Tuborg í hinni og Kim Larsen í eyrunum. Jú, þjóðin hafði gengið í gegnum mikil áföll vegna harðinda og náttúruhamfara, viðurkenndi Hannes. En henni hafði alltaf tekist að rétta við aftur: „Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum, og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.“ Skilaboð bókar Hannesar, sem hlýtur að teljast með fyrstu sjálfshjálparbókum Íslandssögunnar, útleggjast svo á nútímamáli: Krakkar, þetta reddast. Næst þegar skólpið flæðir um sumarbústaðinn vegna rigninga, klæðast þarf skíðaúlpu á golfvellinum og sumarlaukarnir í garðinum blómstra ekki má að minnsta kosti gleðjast yfir einu: Þú ert ekki uppi á 18. öld.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun