Grugg eða gegnsæi? Þorvaldur Gylfason skrifar 5. júlí 2018 07:00 Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun