Hitamet slegin um allt norðurhvel Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 15:20 Börn að leik í gosbrunni í Volgograd í Rússlandi. Á nokkrum stöðum í sunnanverðu Rússlandi hafa hitamet verið slegin eða jöfnuð í júní. Vísir/EPA Írland og Skotland eru á meðal þeirra landa á norðurhveli jarðar þar sem hitamet hafa verið slegin síðustu vikuna. Hitabylgja gekk yfir Bretlandseyjar í síðustu viku sem olli því meðal annars að vegir og húsþök dælduðust og sprungu. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stór háþrýstikerfi um allt norðurhvelið hafi leitt til mikils hita víða um lönd. Ekki sé hægt að tengja einstök hitamet við hnattræna hlýnun af völdum manna en í sameiningu falli þau vel að þeim veðuröfgum sem búist er við vegna hennar. Í Skotlandi var landshitamet slegið þegar mælar sýndu 33,2°C í borginni Motherwell 28. júní. Í Glasgow var einnig sett nýtt hitamet þegar hitinn náði 31,9°C. Á Írlandi var sett met þegar hitinn náði 32°C í bænum Shannon og þá voru hitamet slegin í Belfast og Castlederg á Norður-Írlandi dagana 28. og 29. júní. Hitinn var svo mikill á Bretlandseyjum að á sumum stöðum bráðnaði tjara í vegum og sprungur mynduðust. Vestan Atlantshafsins voru hitamet einnig slegin í Denver í Colorado og Burlington í Vermont í Bandaríkjunum og Montreal og Ottawa í Kanada. Washington Post greindi frá því í vikunni að met yfir hæsta lágmarkshita á sólahring hefði líklega verið slegið í bænum Quriyat í Óman þegar hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund samfellt 28. júní. Kanada Loftslagsmál Óman Tengdar fréttir Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Írland og Skotland eru á meðal þeirra landa á norðurhveli jarðar þar sem hitamet hafa verið slegin síðustu vikuna. Hitabylgja gekk yfir Bretlandseyjar í síðustu viku sem olli því meðal annars að vegir og húsþök dælduðust og sprungu. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stór háþrýstikerfi um allt norðurhvelið hafi leitt til mikils hita víða um lönd. Ekki sé hægt að tengja einstök hitamet við hnattræna hlýnun af völdum manna en í sameiningu falli þau vel að þeim veðuröfgum sem búist er við vegna hennar. Í Skotlandi var landshitamet slegið þegar mælar sýndu 33,2°C í borginni Motherwell 28. júní. Í Glasgow var einnig sett nýtt hitamet þegar hitinn náði 31,9°C. Á Írlandi var sett met þegar hitinn náði 32°C í bænum Shannon og þá voru hitamet slegin í Belfast og Castlederg á Norður-Írlandi dagana 28. og 29. júní. Hitinn var svo mikill á Bretlandseyjum að á sumum stöðum bráðnaði tjara í vegum og sprungur mynduðust. Vestan Atlantshafsins voru hitamet einnig slegin í Denver í Colorado og Burlington í Vermont í Bandaríkjunum og Montreal og Ottawa í Kanada. Washington Post greindi frá því í vikunni að met yfir hæsta lágmarkshita á sólahring hefði líklega verið slegið í bænum Quriyat í Óman þegar hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund samfellt 28. júní.
Kanada Loftslagsmál Óman Tengdar fréttir Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00