Reyndi að sofa stressið af sér Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. júlí 2018 09:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Tiger Woods, Jordan Spieth, Phil Mickelson, Rory McIlroy, Dustin Johnson og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir verða meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi eftir rétt rúmar tvær vikur. Varð Haraldur Franklín í gær fyrsti íslenski karlkyns kylfingurinn sem kemst inn á eitt af risamótunum fjórum í golfi þegar hann lenti í öðru sæti í úrtökumóti á The Prince's vellinum í Kent. Ásamt honum komust Tom Lewis og Retief Goosen sem vann á sínum tíma Opna bandaríska meistaramótið tvívegis áfram úr úrtökumótinu. Lauk hann mótinu á tveimur höggum undir pari en leiknar voru 36 holur á einum degi og þrír kylfingar af 72 fengu þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Allir golfáhugamenn þekkja þetta sögufræga mót, elsta golfmót heims, það þriðja á árinu af risamótunum og það stærsta af risamótunum fjórum. Er þetta í áttunda skiptið sem mótið fer fram á Carnoustie-vellinum og í 147. skiptið sem þetta sögufræga mót fer fram en það fór fyrst fram árið 1860. Allir þekktustu kylfingar heims verða á staðnum, þar á meðal einn þekktasti kylfingur heims, Tiger Woods, sem gerir atlögu að fjórða meistaratitli sínum á Opna breska meistaramótinu.Vísir/GettyTaugarnar þndar Haraldur var meðal fyrstu kylfinga í klúbbhúsið og í efsta sæti en hann þurfti því að fylgjast með á meðan aðrir kylfingar luku leik. Hann segir að það hefði verið afar taugatrekkjandi og hann hafi ákveðið að leggja sig þegar hann er spurður hvað hann hafi gert á meðan. „Ég hafði ekki taugar í að fylgjast með. Ég fór bara inn í búningsherbergi, stillti vekjaraklukku og ætlaði að reyna að sofa aðeins. Síðan vaknaði ég til að hita upp ef ég myndi enda í umspili en þess gerðist ekki þörf, “ segir Haraldur sem kvartar ekki undan veðrinu, það var mikill vindur sem hentaði íslenska kylfingnum vel. „Það var hávaðarok þarna. Það voru úrtökumót víðsvegar um England og þar voru menn að koma í hús á mun betra skori. Ég hugsa að þau hefðu verið það hjá okkur líka ef veðrið hefði verið öðruvísi en veðrið hjálpaði mér í dag.“ Heilt yfir lék hann vel, fékk sex fugla og aðeins fjóra skolla á hringjunum tveimur. „Ég var að spila mjög vel og mér leið vel inni á vellinum. Ég reyndi að halda mig fjarri þeim sem sýna stöðuna á mótinu. Ég leit aðeins á þá þegar níu holur voru eftir og sá að ég þyrfti kannski aðeins að gefa í og það gekk upp.“Vísir/GettyLítið um fagnaðarlæti Haraldur segist hafa lítinn tíma til að fagna þessum árangri en hann var að fara í flug til Svíþjóðar þar sem hann leikur í Nordic League-mótaröðinni um helgina. Er hann á öðru ári sínu á mótaröðinni en hann var valinn nýliði ársins í fyrra. „Markmiðið var einfaldlega að gera allt sem ég gæti til að komast áfram og inn á Opna breska meistaramótið. Ég hef lítinn tíma til að fagna þessu, ég flýg til Svíþjóðar í nótt fyrir mót sem hefst þar á fimmtudaginn. Ætli maður kíki ekki í bað til að mýkja bakið aðeins,“ segir Haraldur sem ætlar að æfa stíft fram að móti. „Ég kem til Skotlands þremur dögum fyrir mót en ég verð meira og minna á golfvellinum allt fram að mótinu,“ sagði Haraldur glaðbeittur.Vísir/Getty Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Tiger Woods, Jordan Spieth, Phil Mickelson, Rory McIlroy, Dustin Johnson og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir verða meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi eftir rétt rúmar tvær vikur. Varð Haraldur Franklín í gær fyrsti íslenski karlkyns kylfingurinn sem kemst inn á eitt af risamótunum fjórum í golfi þegar hann lenti í öðru sæti í úrtökumóti á The Prince's vellinum í Kent. Ásamt honum komust Tom Lewis og Retief Goosen sem vann á sínum tíma Opna bandaríska meistaramótið tvívegis áfram úr úrtökumótinu. Lauk hann mótinu á tveimur höggum undir pari en leiknar voru 36 holur á einum degi og þrír kylfingar af 72 fengu þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Allir golfáhugamenn þekkja þetta sögufræga mót, elsta golfmót heims, það þriðja á árinu af risamótunum og það stærsta af risamótunum fjórum. Er þetta í áttunda skiptið sem mótið fer fram á Carnoustie-vellinum og í 147. skiptið sem þetta sögufræga mót fer fram en það fór fyrst fram árið 1860. Allir þekktustu kylfingar heims verða á staðnum, þar á meðal einn þekktasti kylfingur heims, Tiger Woods, sem gerir atlögu að fjórða meistaratitli sínum á Opna breska meistaramótinu.Vísir/GettyTaugarnar þndar Haraldur var meðal fyrstu kylfinga í klúbbhúsið og í efsta sæti en hann þurfti því að fylgjast með á meðan aðrir kylfingar luku leik. Hann segir að það hefði verið afar taugatrekkjandi og hann hafi ákveðið að leggja sig þegar hann er spurður hvað hann hafi gert á meðan. „Ég hafði ekki taugar í að fylgjast með. Ég fór bara inn í búningsherbergi, stillti vekjaraklukku og ætlaði að reyna að sofa aðeins. Síðan vaknaði ég til að hita upp ef ég myndi enda í umspili en þess gerðist ekki þörf, “ segir Haraldur sem kvartar ekki undan veðrinu, það var mikill vindur sem hentaði íslenska kylfingnum vel. „Það var hávaðarok þarna. Það voru úrtökumót víðsvegar um England og þar voru menn að koma í hús á mun betra skori. Ég hugsa að þau hefðu verið það hjá okkur líka ef veðrið hefði verið öðruvísi en veðrið hjálpaði mér í dag.“ Heilt yfir lék hann vel, fékk sex fugla og aðeins fjóra skolla á hringjunum tveimur. „Ég var að spila mjög vel og mér leið vel inni á vellinum. Ég reyndi að halda mig fjarri þeim sem sýna stöðuna á mótinu. Ég leit aðeins á þá þegar níu holur voru eftir og sá að ég þyrfti kannski aðeins að gefa í og það gekk upp.“Vísir/GettyLítið um fagnaðarlæti Haraldur segist hafa lítinn tíma til að fagna þessum árangri en hann var að fara í flug til Svíþjóðar þar sem hann leikur í Nordic League-mótaröðinni um helgina. Er hann á öðru ári sínu á mótaröðinni en hann var valinn nýliði ársins í fyrra. „Markmiðið var einfaldlega að gera allt sem ég gæti til að komast áfram og inn á Opna breska meistaramótið. Ég hef lítinn tíma til að fagna þessu, ég flýg til Svíþjóðar í nótt fyrir mót sem hefst þar á fimmtudaginn. Ætli maður kíki ekki í bað til að mýkja bakið aðeins,“ segir Haraldur sem ætlar að æfa stíft fram að móti. „Ég kem til Skotlands þremur dögum fyrir mót en ég verð meira og minna á golfvellinum allt fram að mótinu,“ sagði Haraldur glaðbeittur.Vísir/Getty
Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00