Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 22:00 Gagnaver hafa sprottið upp hér á landi, ekki síst vegna Bitcoin. Vísir Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp. Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp.
Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00