Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð? Sigurður R. Þórðarson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls
Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun