Segir ólykt af FRET-frumvarpi forsetans Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 06:22 Það blæs um Donald Trump og eiginkonu hans Melaniu. Vísir/getty Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00