Ísland axlar ábyrgð Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar